Sarpur

Archive for febrúar, 2011

Vika 2 – 198 yards of Heaven!

febrúar 24, 2011 2 athugasemdir

Það stendur alveg undir nafni. Elska að prjóna þessa uppskrift!

Að þessu sinni varð Abuelita Merino Silk fyrir valnu. Yndisleg merino ull 70% á móti silki 30%.
Prjónað á prjóna nr. 6

Þessi var sérpöntuð af múttu og fer í afmælispakkann hennar.

Auglýsingar

Vika 1

febrúar 20, 2011 2 athugasemdir

Fyrsta verkefnið var húfa … marglit og svört.  Finnst hún alveg ofboðslega djúsí enda fer hún í afmælispakka í vikunni.

Garn: Novita 7 bræður á prjóna nr: 4

Uppskriftin er inni á ravelry.com undir „Mesi“ …enda finnsk.

 

Næsta verkefni verður á prjóna nr. 6.  Ég er aðeins að hugsa um hvað ég eigi að gera…en er komin með góða hugmynd.

Flokkar:prjon

Halló Heimur!

febrúar 20, 2011 1 athugasemd

…hér er ég!

Ég er búin að vera með þá flugu í bauninni lengi að stofna prjónablogg sem inniheldur allt á milli himins og jarðar um prjón, hekl og allt sem því tengist. Ég er alltaf að læra nýja hluti, gera nýjar uppgötvanir og það væri skemmtilegt að hafa samansafn af mínu „garfi“á einni síðu.

Ég er 28 ára sveitastelpa sem er búin að prjóna í yfir 20 ár.  Ég hef verið misvirk í prjóninu þennan tíma en yfirleytt alltaf með eitthvað á prjónunum. Síðustu ár hefur áhugi minn aukist jafnt og þétt og er nú hafsjór þekkingar .. en samt finnst mér ég kunna bara slétt og brugðið …og kanski aðeins meira.

Hvað varð til þess að ég stofnaði bloggið?

Ég á alltof mikið af garnafgöngum og hef verið að spá í því í nokkurn tíma hvað ég eigi nú að gera við allt þetta garn svo ég kom með hugmyndina fyrir nokkrum dögum að þemaverkefni. 52 fylgihlutir á 52 vikum.  Stór tala …en bara skemmtileg og spennandi hugmynd.  Ég ætla að pósta inn á fimmtudögum „mont“ vikunnar. Til að peppa þetta aðeins upp ætla ég að draga út eitt prjóna/heklunálanúmer og svo fæ ég lausar hendur í að velja garn við þá prjónastærð í afgangafjallinumínu.

Ég hlakka til að takast á við þetta verkefni og þetta verður mjög spennandi ferðalag.  Vonandi sjá sem flestir sér fært um að fylgjast með því. 🙂

Flokkar:prjon, Uncategorized