Heim > prjon, Uncategorized > Halló Heimur!

Halló Heimur!

…hér er ég!

Ég er búin að vera með þá flugu í bauninni lengi að stofna prjónablogg sem inniheldur allt á milli himins og jarðar um prjón, hekl og allt sem því tengist. Ég er alltaf að læra nýja hluti, gera nýjar uppgötvanir og það væri skemmtilegt að hafa samansafn af mínu „garfi“á einni síðu.

Ég er 28 ára sveitastelpa sem er búin að prjóna í yfir 20 ár.  Ég hef verið misvirk í prjóninu þennan tíma en yfirleytt alltaf með eitthvað á prjónunum. Síðustu ár hefur áhugi minn aukist jafnt og þétt og er nú hafsjór þekkingar .. en samt finnst mér ég kunna bara slétt og brugðið …og kanski aðeins meira.

Hvað varð til þess að ég stofnaði bloggið?

Ég á alltof mikið af garnafgöngum og hef verið að spá í því í nokkurn tíma hvað ég eigi nú að gera við allt þetta garn svo ég kom með hugmyndina fyrir nokkrum dögum að þemaverkefni. 52 fylgihlutir á 52 vikum.  Stór tala …en bara skemmtileg og spennandi hugmynd.  Ég ætla að pósta inn á fimmtudögum „mont“ vikunnar. Til að peppa þetta aðeins upp ætla ég að draga út eitt prjóna/heklunálanúmer og svo fæ ég lausar hendur í að velja garn við þá prjónastærð í afgangafjallinumínu.

Ég hlakka til að takast á við þetta verkefni og þetta verður mjög spennandi ferðalag.  Vonandi sjá sem flestir sér fært um að fylgjast með því. 🙂

Auglýsingar
Flokkar:prjon, Uncategorized
  1. febrúar 20, 2011 kl. 11:10 e.h.

    Verður gaman að fylgjast með þessu hjá þér.
    Gangi þér vel 🙂

  1. No trackbacks yet.

Færðu inn athugasemd

Skráðu umbeðnar upplýsingar að neðan eða smelltu á smámynd til að skrá þig inn:

WordPress.com Logo

You are commenting using your WordPress.com account. Log Out /  Breyta )

Google+ photo

You are commenting using your Google+ account. Log Out /  Breyta )

Twitter picture

You are commenting using your Twitter account. Log Out /  Breyta )

Facebook photo

You are commenting using your Facebook account. Log Out /  Breyta )

w

Tengist við %s

%d bloggurum líkar þetta: