Heim > Uncategorized > Swap leikir

Swap leikir

Eru alveg hryllilega skemmtilegir.

Ganga út á það að ég sendi upplýsingar um mig eins og þennan lista sem dæmi:
svaraðu spurningalistanum í skilaboðum 🙂 Eftir 1. feb mun ég svo senda út vini á alla.

1) Hvað er barnalands notendanafnið þitt?
2) Hvað er fullt nafn og heimilisfang?

3) Í hvaða borg/bæ eða landi ertu? (eftir því sem við á)

4) Ertu tilbúin að senda til útlanda?

5) Hvað eru uppáhaldslitirnir þínir?
6) Hvaða litir finnst þér ,,ljótastir“?
7)Hefurðu önnur áhugamál fyrir utan prjón/hekl?
8) Hvernig garn viltu helst fá? Úr hvaða efni, hvaða þykkt og svo framvegis.
9) Hvernig garn viltu EKKI fá?
10) Eitthvað annað fyrir vininn að vita?

Svo fæ ég úthlutað vin/vinkonu sem ég á að kaupa garn eða eitthvað handavinnutengt fyrir ákveðna upphæð, í flestum tilvikum eru það 2.000 kr.  en sumir hópar eru með 3-4000 kr.  Síðasti dagur til að senda pakkann frá sér er yfirleytt um 10 dögum síðar.  Í kringum þennan leik skapast iðulega mikil spenna og tilhlökkun. Í bæði skiptin sem ég hef tekið þátt hef ég verið eins og lítið barn að bííííða eftir jólunum.

Í fyrsta swap-inu fékk ég: Hvítt akrílgarn með pallíettum 100 gr. dokku, 4 uppskriftir, handaáburð, nammi, 4 handgerð prjónamerki og handgert endurskinsmerki.

Í swap-i 2 fékk ég: 2 dokkur af Kitten Mohair, 1 dokka af Silver Dream (Pjakkurinn hrópaði „VÁ, skoppu og skrítlu prjón!!!!“ ), Servéttur, Ilmkerti með eplailm , Gucci ilmvatnsprufa , Lu kex, Bastogne , Kinderegg.  Ég læt mynd fylgja með en náðist ekki mynd af namminu …það fauk umleið í mallann.

Núna er ég að taka þátt í swapi #3 og er búin að plana og spá og spekúlegra í mínum pakka … hvað ætti ég að senda.  Mér finnst skemmtilegast að finna þema og vinna út frá því.  Mig langar að gera eitthvað ALLT ANNAÐ en ég hef gert og búa til leiðbeiningarmöppu um kembu og þæfingu … og senda með það helsta sem þarf til … og svo auðvitað garn og uppskrift með því.  Ætla að salta þessa hugmynd aðeins og „spá íðí“.

Annars á prjónunum er núna … hummm …. lopapeysa á pabba gamla sem ég gaf honum í jólagjöf, pakkaði niður plötulopa, uppskrift og skrifaði bréf með loforði um að prjóna peysu handa honum.  Komst ekki til að mæla kallinn fyrir jól svo þetta var alveg fyrirtaks lausn… Ég prjónaði svo margar peysur fyrir jólin að ég fékk nett lopaÓGEÐ … og hefur þessi peysa því miður setið á hakanum þar sem ég prjóna ekki verkefni sem ég nenni ekki að prjóna … þá gerir maður það illa.  Eitt af „lögmálunum“ frá ömmu og mömmu.  Núna finnst mér hinsvegar kominn tími á að klára peysuna og verður hún á lofti á næstunni … ásamt sjalaprjóni … og vikuafgangaprjóninu.  vá ….mikið í einu!

Ég ætlaði að prjóna áttblaðarósasokka úr afgöngum …átti svartan og skærbláan plötulopa en tíkin komst í prjónlesið og hnyklana og TÆTTI það í sig …svo ég verð að byrja uppá nýtt … og kaupa lopa í það svo þessa vikuna verður ein synd kláruð í staðinn …NÓG af þeim að taka sko.

Þangað til næst … happy knitting!

Auglýsingar
Flokkar:Uncategorized
  1. Halldóra Bergs
    mars 7, 2011 kl. 2:10 e.h.

    Æðislega flott síða hjá þér dúlla, þú ert snillingur
    Kv. Halldóra

  1. No trackbacks yet.

Færðu inn athugasemd

Skráðu umbeðnar upplýsingar að neðan eða smelltu á smámynd til að skrá þig inn:

WordPress.com Logo

You are commenting using your WordPress.com account. Log Out /  Breyta )

Google+ photo

You are commenting using your Google+ account. Log Out /  Breyta )

Twitter picture

You are commenting using your Twitter account. Log Out /  Breyta )

Facebook photo

You are commenting using your Facebook account. Log Out /  Breyta )

w

Tengist við %s

%d bloggurum líkar þetta: