Heim > Uncategorized > Bakþankar

Bakþankar

Ég hef verið að spá í verðlagningu á handavinnu undanfarið.

Hvað er sanngjarnt?
Ég hef rekist á þrjú viðmið á mínum vegi í gegnum tíðina.

#1: Taka efniskostnað og margfalda með þrem

Dæmi: Ég prjóna sjal þar sem garnið kostar 2300 + uppskrift á 700 kr + 8 klst. vinna í sjalinu. 3000 * 3 = 9000 kr fyrir stykkið. Ef við deilum 6 þúsundum niður á 8 tíma vinnuna þá er 750 kr. á tímann.
Annað dæmi: Prjónað stórt sjal þar sem efniskostnaður er 2500 kr. + uppskrift 700 kr. og 16 tíma vinna í sjalinu. (2500+700)*3=9600 kr. Ef við deilum því á 16 tíma vinnuna gera það 400 kr á tímann. Augljóslega ekki að gera sig að fá lægra en 13 ára krakkar í unglingavinnunni.

Hér eru myndir af umtöluðum viðmiðunarsjölum

#2 Efniskostnaður + tímakaup.
Það hljómar mikið sanngjarnara fyrir prjónarann að rukka eftir tímakaupi að frátöldum efniskostnaði því það tekur alveg töluverðan tíma að gera eitt stykki.
Dæmi 1: Sama sjal og að ofan 2300+700 = 3000 kr. í efniskostnað. Tökum inn í dæmið 1500 kr. viðmið sem tímakaup sem er margfaldað með 8 = 12.000 kr. Dæmið lítur þá út þannig að efniskostnaður + tímakaup gerir verðmiðann á sjalinu að 15.000 kr
Dæmi 2: Sama dæmi að ofan er með 3200 í efniskostnað. Margföldum svo 1500 kr. á tímann í 16 klst = 24.000 kr.

Ég efast hreinlega að nokkur prjónari hefði samvisku í að rukka þennan taxta fyrir stærri verk því talan hljómar þá „hryllilega há“ í eyrun á seljanda og kaupanda …. og seljandinn prúttar að sjálfsögðu töluvert því hún er bara einhver prjónakelling út í bæ sem hefur ekkert annað að gera. Oft koma rökin „amma mín kann að prjóna og gerir þetta líka frítt fyrir mig“ sem virkar alveg á seljandann og hún lækkar sig um helming.

3# Búðarverð
Þar hef ég nú rekist á allt á milli himins og jarðar en mér sýnist viðmiðið vera að taka það hæsta sem nokkrum prjónara myndi detta í hug að rukka fyrir flík …OG TVÖFALDA það. Mjög algeng verð á lopapeysum í búð er 29-36 þúsund á meðan prjónarinn rukkar sirka 14-18 þúsund þegar viðkomandi er að selja sjálfur. Að sjálfsögðu undirbýður verslunin vöruna og algengt er að prjónari er að fá um 7 þúsund fyrir flíkina og í sunum tilvikum MEÐ efniskostnaði. 3500 krónur fyrir vinnu í heila lopapeysu hljómar ekki vel … Þrælavinna fyrir nokkra kaffibolla.
Ef við tökum fyrrnefnd sjöl og seljum þau í búð þá myndi það fyrra kosta á bilinu 9-15 þúsund * 2. ég gæti trúað því að seinni tala væri mikið líklegri fyrir valinu og smyrja allskonar álagningar á = 35 þúsund í lágmark.
Síðarnefnda sjalið færi 9.600-24.000 * 2= 48 þúsund + allskonar álagning = 56 þús. En takið eftir því að þar sem vænghafið eru 2 metrar og það er meter á sídd þá er smurt aukalega 15 þúsun ofaná. = 61 þús. en þar sem það er ekki „söluvæn tala“ þá er settur nýr verðmiði sem hljómar betur …. 67.500 kr. VOILÁ!

En takið eftir að prjónarinn fær enþá skitnar 9 þúsund fyrir stykkið MEÐ efniskostnaði.

Hvað er sanngjarnt?
Ég hvet alla prjónara, heklara, dútlara, föndrara og hvaða handavinnu sem þið vinnið að rukka mannsæmandi laun fyrir vinnu ykkar. Við erum ekki í þrælabúðum í Pakistan

Auglýsingar
  1. mars 7, 2011 kl. 3:22 e.h.

    Amen! Takk fyrir þennan pistil!

  1. No trackbacks yet.

Færðu inn athugasemd

Skráðu umbeðnar upplýsingar að neðan eða smelltu á smámynd til að skrá þig inn:

WordPress.com Logo

You are commenting using your WordPress.com account. Log Out /  Breyta )

Google+ photo

You are commenting using your Google+ account. Log Out /  Breyta )

Twitter picture

You are commenting using your Twitter account. Log Out /  Breyta )

Facebook photo

You are commenting using your Facebook account. Log Out /  Breyta )

w

Tengist við %s

%d bloggurum líkar þetta: