Heim > Uncategorized > Prjónafréttir …héðan og þaðan.

Prjónafréttir …héðan og þaðan.

Ég er að klára Revontuli núna (annað skiptið í röð) og komin með NETT ógeð af því. Bara 10 umf. í viðbót! JEEEIIJJJ!!!

Ég hugsa að næsta sjal verði inmitt Haruni eða Aeolian. Mig hefur lengi langað til að prjóna þau bæði og á tilbúið garn og alles reddí fyrir það … og búin að eiga í nokkra mánuði *roðn*

Í Haruni ætla ég að nota rauðsvarta ullar og hörblöndu frá Evilla og Aeolian litaskipt Evilla artyarn 8/2.

Annars var að bætast Þórdísarhyrna á listan …úr …gettu hvað ? ….Evilla 8/2 … fékk svo ómótstæðilegan lit … steingrár sem lýsist og fer í djúpbláan!

Já ég veit … ég er Evilla mella. .. .ég bara elskaða alltof mikið!

Mig langar að forvitnast hvort það sé áhugi fyrir að stofna sampjónshóp hérna inni eða á fésinu fyrir eitthvað skemmtilegt sjal. Hvað segið þið skvísur?

Annars ætla ég að gerast aðstoðarkona uppáhellarans í handprjon.is á föstudaginn. Skvísurnar þar eru að fara á endurmenntunarnámskeið um helgina svo ég ætla að eyða deginum í skemmtilegt prjónaspjall þarna inni. Hlakka ekkert smá til!

Finnst það soldið fullorðins eitthvað! Búðarkona í prjónabúð … Barnshjartað mitt sagði við mig í sömu andrá: „Þarf maður ekki að vera 150 ára til að geta það? :O“

Heilabaunin mín er búin að vera á fullu í dag. Hugsa upp allskonar munstur, prjón, aðferðir og nefndu það bara. Er búin að henda upp núna tveim lopapeysumunstrum á herra og mikið meira í gangi í bauninni …en ég hef ekki tíma til að útfæra meir fyrr en síðar. Klára að skrifa uppskriftirnar fyrst og það sem ég er með í gangi núna.

Ég er svo litríkt fiðrildi. 😀

Það eru enþá myndavélavandræði á þessum bæ svo ég er ekki með neitt góséni í þtta skiptið.

Auglýsingar
Flokkar:Uncategorized
  1. D
    mars 16, 2011 kl. 11:21 e.h.

    uhhhhhhhhh 150 ára…… nei held ekki :Þ

  1. No trackbacks yet.

Færðu inn athugasemd

Skráðu umbeðnar upplýsingar að neðan eða smelltu á smámynd til að skrá þig inn:

WordPress.com Logo

You are commenting using your WordPress.com account. Log Out /  Breyta )

Google+ photo

You are commenting using your Google+ account. Log Out /  Breyta )

Twitter picture

You are commenting using your Twitter account. Log Out /  Breyta )

Facebook photo

You are commenting using your Facebook account. Log Out /  Breyta )

w

Tengist við %s

%d bloggurum líkar þetta: