Heim > Uncategorized > Hugmyndaflæði

Hugmyndaflæði

Ég er búin að vera að leggja hausinn í bleyti undanfarið og spá í því hvað hinum almenna prjónara vantar ….sem og hinum nýja prjónara.

 

Mér dettur alltaf í hug þegar ég skoða myndir frá „nýjum“ prjónurum og sérstaklega þeim skvísum og herrum sem lærðu á youtube að prjóna að það vanti „prjónauppeldi“ … hahahahaha… ekki misskilja mig! Ég er að tala um að ég lærði að prjóna af ömmu minni og mömmu … og lærði ALLSKONAR dillur, fékk ráðleggingar varðandi prjón, prjónaaðferðir, hefðir, nálgun og guð má vita hvað …. akkúrat eitthvað sem maður lærir ekki af youtube eða bókum heldur af t.d. ömmu sem er/var hafsjór af upplýsingum og reynslu. Ég ber samt fulla virðingu fyrir þeim sem lærðu ekki að prjóna eins og ég … auðvitað verður maður að bjarga sér og um að gera að rækta eitthvað sem maður hefur áhuga á.

Einnig finnst mér vanta „Samtök prjónara“. Mig langar að hóa saman nokkrar góðar konur(og herra) og setja saman verðskrá sem er hægt að hafa sem viðmið. Eitthvað sem allir prjónarar sem selja geta farið eftir sem og búðareigendur en einnig neytendur. Mér finnst sorglegt að sjá þegar prjónarar eru að undirbjóða sína vöru til neytenda og sérstaklega verslana og fá lítið sem ekkert fyrir vinnuna. Það segjir sig sjálft að t.d. lopapeysa sem er til sölu á 7.000 kr er prjónarinn ekki að fá mikið fyrir vinnuna.

Gróflega reiknað væri plötulopi í peysu 3-3500 kr. + rennilás 12-1500 kr. + ísetning 2-3 þúsund nema að prjónarinn setji lásinn í sjálfur þá er rúmlega klukkutíma vinna í því. Það gefur augaleið að prjónarinn er ekki að fara í stórgróða úr þessum viðskiptum þar sem útlagður kostnaður er á bilinu 6200-8000 kr.

Ég man að elsku amma mín heitin var ofurprjónari með allskonar dillur og fullkomnunaráráttu varðandi alla handavinnu sem hún gerði.  Hún prjónaði peysur í tonnavís á familíuna og alltaf fengu allir hosur og vettlinga með í jólapakkann en ég fékk einnig iðulega bók til að lesa á jólanótt og sængurverasett.  Bestu pakkarnir!

Ég man að amma prjónaði mikið fyrir Víkurprjón og búðir á Suðurlandi og það eru ófáar stundirnar sem ég sat og dáðist á hana prjóna eða sauma út á meðan við vorum að ræða um heima og geima …en þó aðallega handavinnu.

Ég man að amma fékk 7.000 kr. fyrir peysuna í þá daga sem þótti alveg allt í lagi peningur enda peysur að seljast á um 12.000 kr. út úr búð.  Hún hætti að prjóna um ’97 og sneri sér alfarið að útsaum, gigtin.

Mér finnst það sorglegt þegar ég heyri að prjónarar, verslanir og endursöluaðilar eru ENÞÁ að bjóða þetta verð 14 árum síðar.  Einkennilegt þykir mér að þetta verðlag hefur ekkert breyst með tilliti til þess að það eru um það bil 25 ár síðan þetta verð var sett upp og allir samlandar mínir vita hvernig verðlagið er í dag.

Er það normalt að prjónarinn er að fá sömu 7.000 krónurnar fyrir lopapeysu hvort sem hún kostar 12.000 kr út úr búð eða 30-35.000 krónur?

HELD NÚ EKKI!

Jólin 2006

Að lokum langar mig að deila uppáhalds laginu hennar ömmu … og einu af mínum uppáhalds líka. Álftagerðisbræður flytja lagið Rósin.

 

Auglýsingar
Flokkar:Uncategorized
  1. apríl 28, 2011 kl. 11:10 e.h.

    Ertu hætt í fylgihlutunum? 🙂

    • maí 11, 2011 kl. 1:22 e.h.

      Hæhæ, alls ekki. Ég er búin að vera í prjónafýlu í 2 mánuði. Hef þó prjónað smotterí en 1 fylgihlutur á viku er orðið að engu því miður. Verður meira 1 á mánuði. 😀

  1. No trackbacks yet.

Færðu inn athugasemd

Skráðu umbeðnar upplýsingar að neðan eða smelltu á smámynd til að skrá þig inn:

WordPress.com Logo

You are commenting using your WordPress.com account. Log Out /  Breyta )

Google+ photo

You are commenting using your Google+ account. Log Out /  Breyta )

Twitter picture

You are commenting using your Twitter account. Log Out /  Breyta )

Facebook photo

You are commenting using your Facebook account. Log Out /  Breyta )

w

Tengist við %s

%d bloggurum líkar þetta: