Sarpur

Archive for maí, 2011

Flesupest

Ég er búin að vera lasin síðan á sunnudagskvöld og vera föst heima síðan á mánudagskv. Hljómar ekki vel með prjónafýlu … svo ég ákvað að fitja upp á zikk zakk ungbarnateppi á heklunálina og ákvað að hvíla mig á prjónunum þangað til það er búið.

Í eirðarleysinu fór ég að stúdera kökuskreytingar ….túrbólestur og svo var að prófa …..hérna er mynd af frumrauninni sem var fjólublá rós.

Þetta er ný ástríða hjá mér og verður klárlega prófað aftur … núna er að finna tækifæri og guð vita ekki tækifæri og tilefni til að baka og æfa sig.

Auglýsingar
Flokkar:Uncategorized

Prjónafýla og Prjónfesta.

Ég er búin að vera í prjónafýlu meira og minna síðan um áramót. Hef þó tekið í prjóna af og til en tók mér alveg pásu í rúman mánuð núna þegar ég komst að því að ég er farin að prjóna mikið lausar.

Prjónfestuprufur eru frá djöflinum …en eins mikið og maður nennir ekki að prjóna þær eru þeim mun nauðsynlegar.
Í gegnum tíðina hef ég tekið prjónfestuprufur um leið og ég prjóna verkið og skráð niður samviskusamlega í wordskjal og lukkulega hefur mín prjónfesta verið sú sama og í Lopablöðunum. Ég má gott sem henda þessu skjali núna.

Ég var að prjóna peysuna Kross frá Prjónakistunni á pabba þegar mér fannst bolurinn alltaf vera eitthvað skrítinn …og mér fannst hann hreint og beint ljótur …. prjónaði hann samt allan og var að fara að byrja á ermi þegar ég ákvað að taka prjónfstuprufu …það gæti varla verið að peysa úr tvöföldum plötulopa ætti að vera svona gisin og ómöguleg … og stór. Viti menn … prjónfestan í uppskriftinni er 14l. á 10 cm …en mín var 13!
Eftir að ég komst að því að ég væri með fjölskyldutjald ákvað ég að verða mjög þroskuð og rekja upp allan bolinn …og byrjaði aftur …. á prjóna nr. 5,5. Þegar eg var búin með hálfan bolinn mæli ég prjónfestuna aftur … og hún var 13! AGAIN! Rosa pirruð, fúl og langaði til að öskra rak ég bolinn upp aftur …. og er að prjóna hann núna á prjóna nr 5. Það er slétt og fellt …og með réttri prjónfestu … Ég reikna fastlega með því að ég sé komin í sömu prjónstærð og ég mun verða ….

Eins með fés sem éger að prjóna á pjakkinn minn … fitjaði upp á 3,5 og var komin 27 cm af 30 þegar ég komst að þvíað það munaði 2 l. í prjónfestu ….ekki furða að me´r fannst þetta ómögulegt …. svo ég rakti upp og er að prjóna núna létt-lopa á 2,5 og 3,5 … hryllilega smátt …en falleg flík … Eins með Var sem ég er að prjóna á mig ….sama sagan.

Hér eftir verð ég stuðningsmaður prjónfstuprufa númer eitt! Búin að reka mig á nauðsyn þeirra í fjórum flíkum í röð!

Sýnishorn af því sem ég hef prjónað síðustu 2 mánuði.

Flokkar:Uncategorized