Sarpur

Færslusafn höfundar

Gömul kynni endurnýjuð.

Heil og sæl.

 

Ég mundi allt í einu eftir því að ég á prjónablogg eins og margar aðrar …. nema að ég gleymdi því í 2 ár og mikið vatn runnið til sjávar síðan og mikið bæst við í verkefna- sem og reynslubankann í prjóninu og nýverið heklinu.   Betra er þó seint en aldrei að ryfja upp gömul kynni og halda smá „dagdók“ um prjón, hekl og allt þar á milli.

Ég er mikil áhugamanneskja um handverk/handavinnu og er það ástríða hjá mér.  Eins og margar hafa rekið sig á þegar þær hella sér út í þessa skemmtilegu „fíkn“ er þarna hafsjór uppskrifta, pælinga, garns og fleira og fleira og fleira.  Ég gerist einnig sek um að gleyma stundum mörgum klukkutímum inn á ravelry.com við að skoða, spá og spekulegra í öllu þessu handverki og uppskriftum.  Einnig er ég alltaf jafn ánægð með að sjá hvað prjónamenningin er litrík, fjölbreytt og skemmtileg hérna á Íslandi sem og prjónabloggmenningin.

Að halda blogg eða dagbók um handavinnuna finnst mér mjög sniðug hugmynd … eins og mynningabók.  Mig langar að prófa að gera það hérna og sjá hvort ég muni nú ekki eftir því núna.

Nýlega (síðustu sirka 3 ár) tók ég upp heklunálina aftur síðan ég var unglingur og byrjaði að hekla.  Ég lærði grunninn þegar ég var lítil en var svo ekkert svosem að hekla því hugurinn minn einskorðaðist við ömmudúllur sem og zikkzakk teppi og ég fílaði aldrei almennilega hekluppskriftir þannig að mig langaði til að prófa mig áfram ….. þangað til ég kynntist Ravelry … ÓBOJÓBOJ…. þar opnaðist nýr heimur og ég er búin að vera að prófa mig áfram með allskonar hekl og aðferðir og alltaf gaman að læra eitthvað nýtt.

 

Ég rakst á flott blogg í gær þar sem verður áskorun sem ber nafnið „Garnbani Hnoðra og Hnykla“ og má lesa um reglurnar hérna.  Þessi áskorun gengur út á það að nota eingöngu garn sem þú átt í 1 verkefni á mánuði í ár.   Nóg er til af garninu á þessum bæ í svona áskorun í örugglega 5 ár svo það freistar mín mikið að taka þátt í þessu. Einnig langar mig að hafa markmið að klára eina synd á mánuði í X langan tíma (þangað til syndafjallið er búið) svo það eru bara spennandi prjónatímar framundan.

Ég ætla að hugsa málið fram á kvöld og klappa garninu sem og ravelry til að ákveða hvort ég taki þátt í þessari áskorun og hvaða djúsí garn og uppskrift verður lucky number one!

Knus og kram í bili!

Auglýsingar
Flokkar:Uncategorized

Flesupest

Ég er búin að vera lasin síðan á sunnudagskvöld og vera föst heima síðan á mánudagskv. Hljómar ekki vel með prjónafýlu … svo ég ákvað að fitja upp á zikk zakk ungbarnateppi á heklunálina og ákvað að hvíla mig á prjónunum þangað til það er búið.

Í eirðarleysinu fór ég að stúdera kökuskreytingar ….túrbólestur og svo var að prófa …..hérna er mynd af frumrauninni sem var fjólublá rós.

Þetta er ný ástríða hjá mér og verður klárlega prófað aftur … núna er að finna tækifæri og guð vita ekki tækifæri og tilefni til að baka og æfa sig.

Flokkar:Uncategorized

Prjónafýla og Prjónfesta.

Ég er búin að vera í prjónafýlu meira og minna síðan um áramót. Hef þó tekið í prjóna af og til en tók mér alveg pásu í rúman mánuð núna þegar ég komst að því að ég er farin að prjóna mikið lausar.

Prjónfestuprufur eru frá djöflinum …en eins mikið og maður nennir ekki að prjóna þær eru þeim mun nauðsynlegar.
Í gegnum tíðina hef ég tekið prjónfestuprufur um leið og ég prjóna verkið og skráð niður samviskusamlega í wordskjal og lukkulega hefur mín prjónfesta verið sú sama og í Lopablöðunum. Ég má gott sem henda þessu skjali núna.

Ég var að prjóna peysuna Kross frá Prjónakistunni á pabba þegar mér fannst bolurinn alltaf vera eitthvað skrítinn …og mér fannst hann hreint og beint ljótur …. prjónaði hann samt allan og var að fara að byrja á ermi þegar ég ákvað að taka prjónfstuprufu …það gæti varla verið að peysa úr tvöföldum plötulopa ætti að vera svona gisin og ómöguleg … og stór. Viti menn … prjónfestan í uppskriftinni er 14l. á 10 cm …en mín var 13!
Eftir að ég komst að því að ég væri með fjölskyldutjald ákvað ég að verða mjög þroskuð og rekja upp allan bolinn …og byrjaði aftur …. á prjóna nr. 5,5. Þegar eg var búin með hálfan bolinn mæli ég prjónfestuna aftur … og hún var 13! AGAIN! Rosa pirruð, fúl og langaði til að öskra rak ég bolinn upp aftur …. og er að prjóna hann núna á prjóna nr 5. Það er slétt og fellt …og með réttri prjónfestu … Ég reikna fastlega með því að ég sé komin í sömu prjónstærð og ég mun verða ….

Eins með fés sem éger að prjóna á pjakkinn minn … fitjaði upp á 3,5 og var komin 27 cm af 30 þegar ég komst að þvíað það munaði 2 l. í prjónfestu ….ekki furða að me´r fannst þetta ómögulegt …. svo ég rakti upp og er að prjóna núna létt-lopa á 2,5 og 3,5 … hryllilega smátt …en falleg flík … Eins með Var sem ég er að prjóna á mig ….sama sagan.

Hér eftir verð ég stuðningsmaður prjónfstuprufa númer eitt! Búin að reka mig á nauðsyn þeirra í fjórum flíkum í röð!

Sýnishorn af því sem ég hef prjónað síðustu 2 mánuði.

Flokkar:Uncategorized

Hugmyndaflæði

mars 24, 2011 2 athugasemdir

Ég er búin að vera að leggja hausinn í bleyti undanfarið og spá í því hvað hinum almenna prjónara vantar ….sem og hinum nýja prjónara.

 

Mér dettur alltaf í hug þegar ég skoða myndir frá „nýjum“ prjónurum og sérstaklega þeim skvísum og herrum sem lærðu á youtube að prjóna að það vanti „prjónauppeldi“ … hahahahaha… ekki misskilja mig! Ég er að tala um að ég lærði að prjóna af ömmu minni og mömmu … og lærði ALLSKONAR dillur, fékk ráðleggingar varðandi prjón, prjónaaðferðir, hefðir, nálgun og guð má vita hvað …. akkúrat eitthvað sem maður lærir ekki af youtube eða bókum heldur af t.d. ömmu sem er/var hafsjór af upplýsingum og reynslu. Ég ber samt fulla virðingu fyrir þeim sem lærðu ekki að prjóna eins og ég … auðvitað verður maður að bjarga sér og um að gera að rækta eitthvað sem maður hefur áhuga á.

Einnig finnst mér vanta „Samtök prjónara“. Mig langar að hóa saman nokkrar góðar konur(og herra) og setja saman verðskrá sem er hægt að hafa sem viðmið. Eitthvað sem allir prjónarar sem selja geta farið eftir sem og búðareigendur en einnig neytendur. Mér finnst sorglegt að sjá þegar prjónarar eru að undirbjóða sína vöru til neytenda og sérstaklega verslana og fá lítið sem ekkert fyrir vinnuna. Það segjir sig sjálft að t.d. lopapeysa sem er til sölu á 7.000 kr er prjónarinn ekki að fá mikið fyrir vinnuna.

Gróflega reiknað væri plötulopi í peysu 3-3500 kr. + rennilás 12-1500 kr. + ísetning 2-3 þúsund nema að prjónarinn setji lásinn í sjálfur þá er rúmlega klukkutíma vinna í því. Það gefur augaleið að prjónarinn er ekki að fara í stórgróða úr þessum viðskiptum þar sem útlagður kostnaður er á bilinu 6200-8000 kr.

Ég man að elsku amma mín heitin var ofurprjónari með allskonar dillur og fullkomnunaráráttu varðandi alla handavinnu sem hún gerði.  Hún prjónaði peysur í tonnavís á familíuna og alltaf fengu allir hosur og vettlinga með í jólapakkann en ég fékk einnig iðulega bók til að lesa á jólanótt og sængurverasett.  Bestu pakkarnir!

Ég man að amma prjónaði mikið fyrir Víkurprjón og búðir á Suðurlandi og það eru ófáar stundirnar sem ég sat og dáðist á hana prjóna eða sauma út á meðan við vorum að ræða um heima og geima …en þó aðallega handavinnu.

Ég man að amma fékk 7.000 kr. fyrir peysuna í þá daga sem þótti alveg allt í lagi peningur enda peysur að seljast á um 12.000 kr. út úr búð.  Hún hætti að prjóna um ’97 og sneri sér alfarið að útsaum, gigtin.

Mér finnst það sorglegt þegar ég heyri að prjónarar, verslanir og endursöluaðilar eru ENÞÁ að bjóða þetta verð 14 árum síðar.  Einkennilegt þykir mér að þetta verðlag hefur ekkert breyst með tilliti til þess að það eru um það bil 25 ár síðan þetta verð var sett upp og allir samlandar mínir vita hvernig verðlagið er í dag.

Er það normalt að prjónarinn er að fá sömu 7.000 krónurnar fyrir lopapeysu hvort sem hún kostar 12.000 kr út úr búð eða 30-35.000 krónur?

HELD NÚ EKKI!

Jólin 2006

Að lokum langar mig að deila uppáhalds laginu hennar ömmu … og einu af mínum uppáhalds líka. Álftagerðisbræður flytja lagið Rósin.

 

Flokkar:Uncategorized

Myndavélagúru óskast!

mars 22, 2011 2 athugasemdir

Mig langar svo að taka fallegar myndir af prjóninu mínu en ég hef verið að nota gemsann minn til að taka myndir og mér finnst það ekkert voða „pro“ sko …

Svo ég ætla að prófa að auglýsa eftir myndavélagúrú! Sakar ekki að prófa.

Af prjóni er þetta helst þá er ég að klára peysu sem ég gaf pabba í jólagjöf …. já ég veit að það er lok mars! en …ég fékk lopaprjónsleiða eftir jólin … kláraði 6 stykki á núll einni svo ég ákvað að taka smá pásu .

Afgangaprjónið þessa vikuna verður dónahúfa úr Novita 7 bröder sem fæst í handprjon.is ég elska að prjóna úr þessu garni …svo mjúkt og þjált. 80% ull á móti 20% nylon til styrkingar. Mig langar svo að gera dónavettlinga í stíl.

Dónó Dónó … 😛

Flokkar:Uncategorized

Revontuli – Norðurljósasjal nr: 2!

Ég var með samprjón í prjónahópnum mínum og hérna er mitt sjal.

Prjónað úr Evilla Artyarn 8/2
Prjónar nr. 5
Vegur 167 grömm
Vænghaf: 220 cm
Breidd: 110 cm

Prjónafréttir …héðan og þaðan.

mars 16, 2011 2 athugasemdir

Ég er að klára Revontuli núna (annað skiptið í röð) og komin með NETT ógeð af því. Bara 10 umf. í viðbót! JEEEIIJJJ!!!

Ég hugsa að næsta sjal verði inmitt Haruni eða Aeolian. Mig hefur lengi langað til að prjóna þau bæði og á tilbúið garn og alles reddí fyrir það … og búin að eiga í nokkra mánuði *roðn*

Í Haruni ætla ég að nota rauðsvarta ullar og hörblöndu frá Evilla og Aeolian litaskipt Evilla artyarn 8/2.

Annars var að bætast Þórdísarhyrna á listan …úr …gettu hvað ? ….Evilla 8/2 … fékk svo ómótstæðilegan lit … steingrár sem lýsist og fer í djúpbláan!

Já ég veit … ég er Evilla mella. .. .ég bara elskaða alltof mikið!

Mig langar að forvitnast hvort það sé áhugi fyrir að stofna sampjónshóp hérna inni eða á fésinu fyrir eitthvað skemmtilegt sjal. Hvað segið þið skvísur?

Annars ætla ég að gerast aðstoðarkona uppáhellarans í handprjon.is á föstudaginn. Skvísurnar þar eru að fara á endurmenntunarnámskeið um helgina svo ég ætla að eyða deginum í skemmtilegt prjónaspjall þarna inni. Hlakka ekkert smá til!

Finnst það soldið fullorðins eitthvað! Búðarkona í prjónabúð … Barnshjartað mitt sagði við mig í sömu andrá: „Þarf maður ekki að vera 150 ára til að geta það? :O“

Heilabaunin mín er búin að vera á fullu í dag. Hugsa upp allskonar munstur, prjón, aðferðir og nefndu það bara. Er búin að henda upp núna tveim lopapeysumunstrum á herra og mikið meira í gangi í bauninni …en ég hef ekki tíma til að útfæra meir fyrr en síðar. Klára að skrifa uppskriftirnar fyrst og það sem ég er með í gangi núna.

Ég er svo litríkt fiðrildi. 😀

Það eru enþá myndavélavandræði á þessum bæ svo ég er ekki með neitt góséni í þtta skiptið.

Flokkar:Uncategorized