Vika ….? í 52 fylgihlutum.

Núna er vika 5 í verkefninu og skil áttu að vera á fimmtudaginn. Þar sem ég hef ekkert komist í myndavél mun ég skila tvöfalt næst. 😀

Djúsí!

Auglýsingar
Flokkar:Uncategorized

800 heimsóknir á sólarhring

Vá!

Takk æðislega fyrir frábærir viðtökur á prjónablogginu mínu og bakþönkum. Er búin að eiga í miklum og skemmtilegum samræðum um verðlagningu á handavinnu í dag.

Ég byrjaði með Revontulii samprjón í dag og mig hlakkar til að sjá útkomuna hjá okkur skvísunum. Þetta er annað svona stykkið sem ég prjóna. Núna ætla ég að vera með Evilla Artyarn 8/2 nammibleikt – rautt – brúnt í samsetningu. Þessi yndislega eistneska ull fæst í http://www.handprjon.is og er billigt líka. Mesti plúsinn er að sjálfsögðu að það stingur ekki!

Ég er einnig að leggja lokahönd á að þýða 198 yards of Haven uppskriftina á íslensku svo ég ætla að finna einhverja skvísu til að prufukeyra uppskriftina fyrir mig.

Bakþankar

mars 7, 2011 1 athugasemd

Ég hef verið að spá í verðlagningu á handavinnu undanfarið.

Hvað er sanngjarnt?
Ég hef rekist á þrjú viðmið á mínum vegi í gegnum tíðina.

#1: Taka efniskostnað og margfalda með þrem

Dæmi: Ég prjóna sjal þar sem garnið kostar 2300 + uppskrift á 700 kr + 8 klst. vinna í sjalinu. 3000 * 3 = 9000 kr fyrir stykkið. Ef við deilum 6 þúsundum niður á 8 tíma vinnuna þá er 750 kr. á tímann.
Annað dæmi: Prjónað stórt sjal þar sem efniskostnaður er 2500 kr. + uppskrift 700 kr. og 16 tíma vinna í sjalinu. (2500+700)*3=9600 kr. Ef við deilum því á 16 tíma vinnuna gera það 400 kr á tímann. Augljóslega ekki að gera sig að fá lægra en 13 ára krakkar í unglingavinnunni.

Hér eru myndir af umtöluðum viðmiðunarsjölum

#2 Efniskostnaður + tímakaup.
Það hljómar mikið sanngjarnara fyrir prjónarann að rukka eftir tímakaupi að frátöldum efniskostnaði því það tekur alveg töluverðan tíma að gera eitt stykki.
Dæmi 1: Sama sjal og að ofan 2300+700 = 3000 kr. í efniskostnað. Tökum inn í dæmið 1500 kr. viðmið sem tímakaup sem er margfaldað með 8 = 12.000 kr. Dæmið lítur þá út þannig að efniskostnaður + tímakaup gerir verðmiðann á sjalinu að 15.000 kr
Dæmi 2: Sama dæmi að ofan er með 3200 í efniskostnað. Margföldum svo 1500 kr. á tímann í 16 klst = 24.000 kr.

Ég efast hreinlega að nokkur prjónari hefði samvisku í að rukka þennan taxta fyrir stærri verk því talan hljómar þá „hryllilega há“ í eyrun á seljanda og kaupanda …. og seljandinn prúttar að sjálfsögðu töluvert því hún er bara einhver prjónakelling út í bæ sem hefur ekkert annað að gera. Oft koma rökin „amma mín kann að prjóna og gerir þetta líka frítt fyrir mig“ sem virkar alveg á seljandann og hún lækkar sig um helming.

3# Búðarverð
Þar hef ég nú rekist á allt á milli himins og jarðar en mér sýnist viðmiðið vera að taka það hæsta sem nokkrum prjónara myndi detta í hug að rukka fyrir flík …OG TVÖFALDA það. Mjög algeng verð á lopapeysum í búð er 29-36 þúsund á meðan prjónarinn rukkar sirka 14-18 þúsund þegar viðkomandi er að selja sjálfur. Að sjálfsögðu undirbýður verslunin vöruna og algengt er að prjónari er að fá um 7 þúsund fyrir flíkina og í sunum tilvikum MEÐ efniskostnaði. 3500 krónur fyrir vinnu í heila lopapeysu hljómar ekki vel … Þrælavinna fyrir nokkra kaffibolla.
Ef við tökum fyrrnefnd sjöl og seljum þau í búð þá myndi það fyrra kosta á bilinu 9-15 þúsund * 2. ég gæti trúað því að seinni tala væri mikið líklegri fyrir valinu og smyrja allskonar álagningar á = 35 þúsund í lágmark.
Síðarnefnda sjalið færi 9.600-24.000 * 2= 48 þúsund + allskonar álagning = 56 þús. En takið eftir því að þar sem vænghafið eru 2 metrar og það er meter á sídd þá er smurt aukalega 15 þúsun ofaná. = 61 þús. en þar sem það er ekki „söluvæn tala“ þá er settur nýr verðmiði sem hljómar betur …. 67.500 kr. VOILÁ!

En takið eftir að prjónarinn fær enþá skitnar 9 þúsund fyrir stykkið MEÐ efniskostnaði.

Hvað er sanngjarnt?
Ég hvet alla prjónara, heklara, dútlara, föndrara og hvaða handavinnu sem þið vinnið að rukka mannsæmandi laun fyrir vinnu ykkar. Við erum ekki í þrælabúðum í Pakistan

Swap leikir

mars 4, 2011 1 athugasemd

Eru alveg hryllilega skemmtilegir.

Ganga út á það að ég sendi upplýsingar um mig eins og þennan lista sem dæmi:
svaraðu spurningalistanum í skilaboðum 🙂 Eftir 1. feb mun ég svo senda út vini á alla.

1) Hvað er barnalands notendanafnið þitt?
2) Hvað er fullt nafn og heimilisfang?

3) Í hvaða borg/bæ eða landi ertu? (eftir því sem við á)

4) Ertu tilbúin að senda til útlanda?

5) Hvað eru uppáhaldslitirnir þínir?
6) Hvaða litir finnst þér ,,ljótastir“?
7)Hefurðu önnur áhugamál fyrir utan prjón/hekl?
8) Hvernig garn viltu helst fá? Úr hvaða efni, hvaða þykkt og svo framvegis.
9) Hvernig garn viltu EKKI fá?
10) Eitthvað annað fyrir vininn að vita?

Svo fæ ég úthlutað vin/vinkonu sem ég á að kaupa garn eða eitthvað handavinnutengt fyrir ákveðna upphæð, í flestum tilvikum eru það 2.000 kr.  en sumir hópar eru með 3-4000 kr.  Síðasti dagur til að senda pakkann frá sér er yfirleytt um 10 dögum síðar.  Í kringum þennan leik skapast iðulega mikil spenna og tilhlökkun. Í bæði skiptin sem ég hef tekið þátt hef ég verið eins og lítið barn að bííííða eftir jólunum.

Í fyrsta swap-inu fékk ég: Hvítt akrílgarn með pallíettum 100 gr. dokku, 4 uppskriftir, handaáburð, nammi, 4 handgerð prjónamerki og handgert endurskinsmerki.

Í swap-i 2 fékk ég: 2 dokkur af Kitten Mohair, 1 dokka af Silver Dream (Pjakkurinn hrópaði „VÁ, skoppu og skrítlu prjón!!!!“ ), Servéttur, Ilmkerti með eplailm , Gucci ilmvatnsprufa , Lu kex, Bastogne , Kinderegg.  Ég læt mynd fylgja með en náðist ekki mynd af namminu …það fauk umleið í mallann.

Núna er ég að taka þátt í swapi #3 og er búin að plana og spá og spekúlegra í mínum pakka … hvað ætti ég að senda.  Mér finnst skemmtilegast að finna þema og vinna út frá því.  Mig langar að gera eitthvað ALLT ANNAÐ en ég hef gert og búa til leiðbeiningarmöppu um kembu og þæfingu … og senda með það helsta sem þarf til … og svo auðvitað garn og uppskrift með því.  Ætla að salta þessa hugmynd aðeins og „spá íðí“.

Annars á prjónunum er núna … hummm …. lopapeysa á pabba gamla sem ég gaf honum í jólagjöf, pakkaði niður plötulopa, uppskrift og skrifaði bréf með loforði um að prjóna peysu handa honum.  Komst ekki til að mæla kallinn fyrir jól svo þetta var alveg fyrirtaks lausn… Ég prjónaði svo margar peysur fyrir jólin að ég fékk nett lopaÓGEÐ … og hefur þessi peysa því miður setið á hakanum þar sem ég prjóna ekki verkefni sem ég nenni ekki að prjóna … þá gerir maður það illa.  Eitt af „lögmálunum“ frá ömmu og mömmu.  Núna finnst mér hinsvegar kominn tími á að klára peysuna og verður hún á lofti á næstunni … ásamt sjalaprjóni … og vikuafgangaprjóninu.  vá ….mikið í einu!

Ég ætlaði að prjóna áttblaðarósasokka úr afgöngum …átti svartan og skærbláan plötulopa en tíkin komst í prjónlesið og hnyklana og TÆTTI það í sig …svo ég verð að byrja uppá nýtt … og kaupa lopa í það svo þessa vikuna verður ein synd kláruð í staðinn …NÓG af þeim að taka sko.

Þangað til næst … happy knitting!

Flokkar:Uncategorized

Vika 3

Möbíus prjónaður úr afgang af Evilla artyarn 8/2

Prj. nr. 5

Ég fékk prjónadót ömmu heitinnar og mömmu gefins um helgina og ætla að láta lítið verkefni sem var í dótinu hennar ömmu sem ég kláraði fyrir elskuna ..

Mér líður eins og að ég hafi unnið fjársjóð því þetta er alveg darumurinn …og heiður að fá að klára það sem er í því.

Vika 2 – 198 yards of Heaven!

febrúar 24, 2011 2 athugasemdir

Það stendur alveg undir nafni. Elska að prjóna þessa uppskrift!

Að þessu sinni varð Abuelita Merino Silk fyrir valnu. Yndisleg merino ull 70% á móti silki 30%.
Prjónað á prjóna nr. 6

Þessi var sérpöntuð af múttu og fer í afmælispakkann hennar.

Vika 1

febrúar 20, 2011 2 athugasemdir

Fyrsta verkefnið var húfa … marglit og svört.  Finnst hún alveg ofboðslega djúsí enda fer hún í afmælispakka í vikunni.

Garn: Novita 7 bræður á prjóna nr: 4

Uppskriftin er inni á ravelry.com undir „Mesi“ …enda finnsk.

 

Næsta verkefni verður á prjóna nr. 6.  Ég er aðeins að hugsa um hvað ég eigi að gera…en er komin með góða hugmynd.

Flokkar:prjon