Heim > Uncategorized > Gömul kynni endurnýjuð.

Gömul kynni endurnýjuð.

Heil og sæl.

 

Ég mundi allt í einu eftir því að ég á prjónablogg eins og margar aðrar …. nema að ég gleymdi því í 2 ár og mikið vatn runnið til sjávar síðan og mikið bæst við í verkefna- sem og reynslubankann í prjóninu og nýverið heklinu.   Betra er þó seint en aldrei að ryfja upp gömul kynni og halda smá „dagdók“ um prjón, hekl og allt þar á milli.

Ég er mikil áhugamanneskja um handverk/handavinnu og er það ástríða hjá mér.  Eins og margar hafa rekið sig á þegar þær hella sér út í þessa skemmtilegu „fíkn“ er þarna hafsjór uppskrifta, pælinga, garns og fleira og fleira og fleira.  Ég gerist einnig sek um að gleyma stundum mörgum klukkutímum inn á ravelry.com við að skoða, spá og spekulegra í öllu þessu handverki og uppskriftum.  Einnig er ég alltaf jafn ánægð með að sjá hvað prjónamenningin er litrík, fjölbreytt og skemmtileg hérna á Íslandi sem og prjónabloggmenningin.

Að halda blogg eða dagbók um handavinnuna finnst mér mjög sniðug hugmynd … eins og mynningabók.  Mig langar að prófa að gera það hérna og sjá hvort ég muni nú ekki eftir því núna.

Nýlega (síðustu sirka 3 ár) tók ég upp heklunálina aftur síðan ég var unglingur og byrjaði að hekla.  Ég lærði grunninn þegar ég var lítil en var svo ekkert svosem að hekla því hugurinn minn einskorðaðist við ömmudúllur sem og zikkzakk teppi og ég fílaði aldrei almennilega hekluppskriftir þannig að mig langaði til að prófa mig áfram ….. þangað til ég kynntist Ravelry … ÓBOJÓBOJ…. þar opnaðist nýr heimur og ég er búin að vera að prófa mig áfram með allskonar hekl og aðferðir og alltaf gaman að læra eitthvað nýtt.

 

Ég rakst á flott blogg í gær þar sem verður áskorun sem ber nafnið „Garnbani Hnoðra og Hnykla“ og má lesa um reglurnar hérna.  Þessi áskorun gengur út á það að nota eingöngu garn sem þú átt í 1 verkefni á mánuði í ár.   Nóg er til af garninu á þessum bæ í svona áskorun í örugglega 5 ár svo það freistar mín mikið að taka þátt í þessu. Einnig langar mig að hafa markmið að klára eina synd á mánuði í X langan tíma (þangað til syndafjallið er búið) svo það eru bara spennandi prjónatímar framundan.

Ég ætla að hugsa málið fram á kvöld og klappa garninu sem og ravelry til að ákveða hvort ég taki þátt í þessari áskorun og hvaða djúsí garn og uppskrift verður lucky number one!

Knus og kram í bili!

Flokkar:Uncategorized
  1. Engar athugasemdir ennþá.
  1. No trackbacks yet.

Færðu inn athugasemd